Fréttasarpur

Fréttatilkynning frá rannsóknarnefnd Alþingis

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003.

Lesa meira

Fréttatilkynning

Rannsóknarnefnd Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar frá 2. júní 2016, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína miðvikudaginn 29. mars kl. 10:00. Í framhaldinu efnir nefndin til fréttamannafundar kl. 10:30 í Iðnó.

Opnað verður fyrir aðgang að skýrslunni samhliða á vef rannsóknarnefnda Alþingis. Vefútgáfa skýrslunnar er aðalútgáfa hennar.

Lesa meira

Rannsókn á kaupum í Búnaðarbanka

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur að höfðu samráði við forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sbr. 2. gr. laga nr. 68 2011, um rannsóknarnefndir, skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að stýra rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. árið 2003, sbr. ályktun Alþingis frá 2. júní 2016. Rannsókninni er ætlað að ljúka eigi síðar en 31. des. 2016.

Lesa meira

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna

Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem var skipuð í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 10. júní 2011, afhenti forseta Alþingis skýrslu sína 10. apríl 2014.

Lesa meira