Æviágrip nefndarmanna
Bjarni Frímann Karlsson, f. 20. september 1949.
Stúdent frá ML 1969. Nám í íslensku og sagnfræði við HÍ 1970–73. Cand. oecon. frá HÍ 1992. Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá háskólanum í Óðinsvéum 1998.
Grunnskólakennari í 20 ár. Reykjavíkurborg – Borgarendurskoðun 1992–2001. Í starfsþjálfun tvo vetur hjá Kommunernes Revision í Danmörku samhliða námi. Sviðsstjóri þjónustusviðs lána hjá Íbúðalánasjóði 2001–2005. Lektor í reikningshaldi og endurskoðun við Viðskiptafræðideild HÍ frá 2005.
Meðdómari í liðlega 20 málum við Héraðsdóm Reykjavíkur á síðustu fjórum árum. Kennsla hjá Endurmenntun HÍ frá 2005 í lestri og greiningu ársreikninga. Stundakennari við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ 1998–2005. 25 sumur til sjós á alls kyns fiskiskipum, mest togurum, á árunum 1966–1991.
Hefur ritað margar greinar í tímarit og blöð um reikningshald og endurskoðun.
Hrannar Már S. Hafberg, f. 15. desember 1974.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1994. B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands 1998. Stundaði framhaldsnám í heimspeki við Háskólann í Genúa, Ítalíu, 1998-1999 og hlaut rannsóknarstyrk á vegum ítalska ríkisins til rannsókna í réttarheimspeki við lagadeild sama háskóla 2003-2004. B.A. í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og mag. jur. frá sama skóla 2008. Lauk prófraun til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2009, en lögmannsréttindi liggja inni hjá innanríkisráðuneytinu.
Starfsmaður í þinglýsingadeild Sýslumannsins í Reykjavík 2004-2006. Lögfræðingur á rannsóknarlögfræðisviði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 2007 og síðar fulltrúi á ákærusviði til 2008. Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra 2008-2009 og við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2009. Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 2011-2012. Lögfræðingur hjá rannsóknarnefnd Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna frá 2012.
Kennslustörf við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og hefur flutt opinbera fyrirlestra á ýmsum réttarsviðum. Ýmiss konar félagsstörf, m.a. formaður Félags löglærðra aðstoðarmanna dómara frá 2011.
Tinna Finnbogadóttir, f. 5. september 1983.
B.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 2006. M.Sc. í fjármálum og hagnýtri hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 2009.
Hlutastarf með námi hjá Straumi-Burðarás í Kaupmannahöfn 2006. Hlutastarf með námi í fjármáladeildinni A.P. Møller-Mærsk 2007. Sérfræðingur á skipulagssviði ríkisskattstjóra 2008. Sérfræðingur á endurskoðunarsviði PricewaterhouseCoopers 2008–2011. Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. BDO ehf., frá 2011.
Sigríður Ingvarsdóttir.f. 18. júlí 1949.
Sigríður gegndi formennsku í nefndinni til 20. september 2012.
Kennarapróf 1970. Stúdentspróf KÍ 1971. Embættispróf í lögfræði frá HÍ 1977. Meistarapróf í samanburðarlögfræði frá lagadeild Kaliforníuháskóla í Los Angeles, UCLA, 1980.
Héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Kópavogi 1984–1992. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 1992.
Formaður Barnaverndarráðs frá 1986–1997. Formaður eða átt sæti í nefndum sem samið hafa eða undirbúið lagafrumvörp og setið í dómnefnd sem fjallaði um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Kennari við HÍ og HR og á vegum innanríkisráðuneytisins á námskeiðum til undirbúnings prófs til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður. Formaður Íslandsdeildar Amnesty International 1985–1986, í stjórn Dómarafélags Íslands 1990–1993, Dómarafélags Reykjavíkur 1990–1992 og Lögfræðingafélagsins 1992–1995.
Hefur skrifað greinar í Tímarit lögfræðinga og önnur lögfræðirit, meðal annars um dómstóla, valdmörk dómsvaldsins, sönnunarfærslu fyrir dómi og sönnunarmat.