9. viðauki
Ráðherratal á starfstíma Íbúðalánasjóðs
Forsætis-, fjármála- og félagsmála- (frá 1. janúar 2011 velferðar-) ráðherrar á starfstíma Íbúðalánasjóðs
Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 – 28. maí 1999.
Forsætisráðherra Davíð Oddsson.
Fjármálaráðherra Friðrik Sophusson til 16. apríl 1998 en Geir H. Haarde frá þeim tíma.
Félagsmálaráðherra Páll Pétursson.
Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar 28. maí 1999 – 23. maí 2003.
Forsætisráðherra Davíð Oddsson.
Fjármálaráðherra Geir H. Haarde.
Félagsmálaráðherra Páll Pétursson.
Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. maí 2003 – 15. september 2004.
Forsætisráðherra Davíð Oddsson.
Fjármálaráðherra Geir H. Haarde.
Félagsmálaráðherra Árni Magnússon.
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 15. september 2004 – 15. júní 2006.
Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson.
Fjármálaráðherra Geir H. Haarde til 27. september 2005 en Árni M. Mathiesen frá þeim tíma.
Félagsmálaráðherra Árni Magnússon til 7. mars 2006 en Jón Kristjánsson frá þeim tíma.
Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde 15. júní 2006 – 24. maí 2007.
Forsætisráðherra Geir H. Haarde.
Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen.
Félagsmálaráðherra Magnús Stefánsson.
Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde 24. maí 2007 – 1. febrúar 2009.
Forsætisráðherra Geir H. Haarde.
Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen.
Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.
Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 1. febrúar 2009 – 10. maí 2009.
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.
Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon.
Félags- og tryggingamálaráðherra Ásta R. Jóhannesdóttir.
Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur 10. maí 2009 – 22. maí 2013
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.
Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon til 31. desember 2011 en Oddný G. Harðardóttir frá þeim tíma til 1. september 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá þeim tíma til 1. október s.á. en Katrín Júlíusdóttir frá þeim tíma.
Félags- og tryggingamálaráðherra Árni Páll Árnason til 2. september 2010 en Guðbjartur Hannesson félags-, tryggingamála- og heilbrigðisráðherra frá þeim tíma (ráðuneytin sameinuðust 1. janúar 2011 undir heitinu velferðarráðuneyti og var Guðbjartur velferðarráðherra eftir það).