Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl., sem var skipuð í september 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 17. desember 2010 skilaði skýrslu sinni 2. júlí 2013. Í nefndinni áttu sæti Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari, formaður nefndarinnar. Með honum í nefndinni voru Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.

Vefútgáfu skýrslunnar er ætlað að vera aðalútgáfa skýrslunnar. Í henni eru birtar niðurstöður sjálfstæðrar, óháðrar rannsóknar nefndarinnar varðandi Íbúðalánasjóð og áhrif sem ákvarðanir um rekstur hans hafa haft eftir því sem þingsályktunin mælti fyrir um.