Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 skilaði skýrslu sinni 12. apríl 2010. Í nefndinni áttu sæti Páll Hreinsson hæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og Sigríður Benediktsdóttir, kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Vefútgáfu skýrslunnar er ætlað að vera aðalútgáfa skýrslunnar enda birtist þar efni sem ekki er í hinni prentuðu útgáfu, m.a. ensk þýðing á hluta skýrslunnar, tölfræðilegt efni og bréfaskipti nefndarinnar og 12 einstaklinga sem veittur var andmælaréttur um atriði sem fram koma í skýrslunni. Prentaða útgáfan, sem er í níu bindum, verður til sölu í bókaverslunum.
Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir: