Æviágrip nefndarmanna
Jón Þorvaldur Heiðarsson, f. 21. febrúar 1968.
Stúdent frá MA 1989. BS-próf í eðlisfræði frá HÍ 1994. Íþróttakennarapróf frá ÍKÍ 1997. M.S. í hagfræði frá HÍ 2004.
Ýmis störf á yngri árum, svo sem íþróttaþjálfun, kennsla í Grunnskólanum á Blönduósi veturinn 1994–1995 og MK 1997–1998. Starfsmaður innflutningsfyrirtækisins Austurbakka hf. 1998–2002. Sérfræðingur hjá RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri frá 2004. Lektor í 50% starfi við viðskiptadeild HA frá 2008.
Jón hefur komið að fjölda rannsókna og skýrslna, svo sem á sviði samfélagsáhrifa, samgangna og orkumála.
Kirstín Þ. Flygenring, f. 19. maí 1955.
Stúdent frá MT 1975, Cand. oecon. frá HÍ 1980, M.A. í hagfræði frá Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum 1983. Post Graduate Diploma í evrópskum samkeppnisrétti frá London University (King‘s College) 2004. Lauk diplómanámi í verkefnastjórnun í HÍ 2007.
Helstu störf: Ráðgjafi og umsjónarmaður skoðanakannana hjá Hagvangi (1984–1986), markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1986–1989, ritstjóri Hagfræðiorðasafns (1989–2000). Hagfræðistörf hjá Félagi íslenskra iðnrekenda (1980–1981), OECD (1983–1984), Fiskifélagi Íslands (1995–1998), Þjóðhagsstofnun 2002, Seðlabanka Íslands (2002–2007) og Rannsóknarstofnun í fjármálum og hagfræði í Háskólanum í Reykjavík (2008–2009). Kennari við H.Í. frá 2007.
Aukastörf: Í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem Álafoss, Miðengis, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, og Jarðborana. Hagfræðingur í áfrýjunarnefnd samkeppnismála 1993–2002, formaður Samkeppnisráðs 2002–2005 og hagfræðingur í úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá 2008.
Sigurður Hallur Stefánsson, f. 29. apríl 1940.
Stúdent frá MR 1959. Cand. jur. frá HÍ 29. janúar 1966. Framhaldsnám í sjóréttargreinum í University College London skólaárið 1977–1978.
Réðst til bæjarfógeta- og sýslumannsembættisins í Hafnarfirði 1. febrúar 1966 og starfaði þar sem dómari (starfsheiti dómarafulltrúi, aðalfulltrúi) til 1. október 1975. Þá skipaður héraðsdómari með aðsetur við bæjarfógeta- og sýslumannsembættið í Keflavík. Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness í Hafnarfirði 1. september 1992 til 1. janúar 1994. Þá skipaður héraðsdómari í Reykjavík og gegndi því embætti til 1. apríl 2010.
Auk framangreindra aðalstarfa oft skipaður umboðsdómari og setudómari og var um skeið aðstoðarmaður sakadómara í ávana- og fíkniefnamálum. Annaðist á stundum verkefni bæjarfógeta og sýslumanns í Hafnarfirði og dómstjórans í Reykjavík sem staðgengill þeirra. Settur sýslumaður og bæjarfógeti í Keflavík í leyfum hins reglulega yfirmanns stofnunarinnar.