Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008

Hinn 12. desember 2008 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 skilaði skýrslu sinni 12. apríl 2010.

Prentuð útgáfa kom út í 9 bindum. Vefútgáfu skýrslunnar er ætlað að vera aðalútgáfa skýrslunnar enda birtist þar efni sem ekki er í hinni prentuðu útgáfu, m.a. ensk þýðing á hluta skýrslunnar.